Í gær fjallaði BBC fréttastöðin um fyrirhugaðan útflutning Íslands á hrefnukjöti til Færeyja, í fréttinni kemur fram að náttúrverndarsinnar telji að viðskiptin séu ólögleg, en íslensk og færeysk stjórnvöld telji það ekki.

Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu Sjávarútvegsráðuneytisins, segir að engar takmarkanir á útflutningi hvalkjöts til Færeyja frekar en annarra afurða séu í gildi, enda séu viðskiptasamningar fyrir hendi.

Árni Finnsson, forstjóri Náttúrverndarsamtaka Íslands, segir í viðtali við fréttastofuna að hann telji að útflutningurinn brjóti gegn reglugerð um alþjóðaviðskipti með dýrategundir í útrýmingarhættu og að málið sé til skoðunnar.

Útflutningur á hvalkjöti frá Noregi til Færeyja var úrskurðaður ólöglegur árið 2003.