BBC tilkynnti rétt í þessu að stofnunin hafi rekið Jeremy Clarkson umsjónarmann Top Gear þáttanna, sem eru vinsælustu þættir sem sýndir hafa verið í sjónvarpi, nokkurn tímann.

Í tilkynningu sem Tony Hall, yfirmaður BBC skrifar, segir að stofnunin geti ekki annað ekki vikið Clarkson frá störfum í kjölfar rannsóknar á máli hans. Samkvæmt henni réðist Clarksson á Oisin Tymon, ein­um fram­leiðanda Top Gear, og kýldi hann þannig að blæddi úr vörum hans.

Að auki er Clarkson sagður hafa lagt Tymon í einelti yfir langt tímabil að því er stjórnendur BBC segja. Hall sagði að Clarkson hefði farið yfir ákveðin mörk og það gætu ekki gilt ein regla fyr­ir einn og önnur fyrir aðra.

Ekki hefur verið teknar ákvarðanir um framtíð Top Gear þáttanna.