Í viðskiptafrétt á vef BBC er fjallað um kólnandi samskipti Iceland (Íslands) og Iceland (verslunarkeðjunnar í Bretlandi). Þar kemur fram að samskipti þessa tveggja aðila hafi verið „köld“.

Til upprifjunar þá er minnt á að Baugur Group hafi átti stóran hlut í keðjunni fyrir hrun, sem féll svo í skaut Landsbankans og Glitnis.

Malcolm nokkur Walker eignaðist svo keðjuna, sem er meðal annars þekkt fyrir frosnar matvörur.

Í niðurlagi fréttar BBC er eftirfarandi tekið fram: „Það er skömm að rífast yfir nafninu eftir allt sem að þeir [Ísland og Iceland] hafa gengið í gegnum saman.“