„Fyrir þjóð sem segist hafa uppgötvað Ameríku fyrir 700 árum, hafa áhrif amerískra bankamódelsins með tilheyrandi skuldsetningu eflaust áhrif á ástandið.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun BBC um efnahagsástandið á Íslandi í dag.

Ritstjóri efnahagsmála hjá BBC veltir fyrir sér í dag hvernig hagkerfi með framleiðslu á svipuðum slóðum og fyrirtæki á borð við Marks&Spencer kom sér upp bönkum með skuldir sem námu margfaldri landsframleiðslu. „En enginn innan íslensku ríkisstjórnarinnar eða samfélags fjárfesta yfir höfuð, virtist taka eftir því hversu mikið bankakerfið hafði vaxið í hlutfalli við hagkerfi heimslands þeirra, eða getu ríkissins til að styðja það,“ segir í umfjöllun BBC.

„Ísland reynir nú að hörfa og það hratt, í þeirri von að koma bankakerfinu aftur á flot í stærri mynd. Hins vegar gæti hraði alþjóðalegra markaða gert frekar yfirlýsingar óumflýjanlegar."

Umfjöllun BBC má lesa hér .