Fréttavefur BBC greinir frá því í dag að íslensk stjórnvöld íhugi nú aðgerðir gegn vogunarsjóðum sem sagðir eru gera árásir á efnahagslífið.

Þá er vitnað í umfjöllun Financial Times frá því í morgun og orð Geirs H. Haarde, forsætisráðherra að vegið væri með ómaklegum hætti að landinu.

„Gjaldmiðill landsins hefur lækkað um fjórðung gagnvart evru það sem af er ári vegna orðróms um versnandi horfum fjármálalífsins,“ segir á vef BBC og greinir frá því að í síðustu viku hafi Seðlabankinn hækkað stýrivexti.

Einnig kemur fram að íslensk stjórnvöld segi skortsala hafa dreift óhróðri til að tala niður markaði í þeirri von að græða á bæði krónunni og hlutabréfamörkuðum.

Sjá frétt BBC.