Bear Stearns hefur tilkynnt að afkoma fyrsta ársfjórðungs verði ekki gerð opinber fyrr en 14. apríl næstkomandi. Ástæðan er sögð vera vandamál við yfirtökuna sem JP Morgan Chase framkvæmdi nýverið á bankanum með fulltingi bandaríska seðlabankans. Uppgjörsfjórðungur Bear Stearns endaði 29. febrúar síðastliðinn.

Forsvarsmenn Bear Stearns voru ófúsir til að gefa fjárfestum vísbendingar um hvernig afkomu mætti vænta á tímabilinu, en sögðu þó að hún yrði umtalsvert verri en á árinu áður.

JP Morgan hefur náð samkomulagi við hluthafa Bear Stearns um yfirtöku. Tilboðið hljóðar upp á 10 dollara á hlut, en fyrra tilboð var 2 dollarar á hlut. JP Morgan skipti 39,5% hlutafjár í sjálfum sér fyrir bankann, en viðskiptin áttu sér stað á þriðjudaginn.