Bear Stearns tilkynnti í gær að félagið hefði tapað 859 milljónum dollara á fjórða fjórðungi reikningsársins og var það í fyrsta skipti í sögu félagsins, sem stofnað var árið 1923, sem það var rekið með tapi. Niðurstöðurnar voru mun verri en sérfræðingar höfðu búist við, að því er segir í frétt Forbes .

Þrátt fyrir tapið hækkaði gengi bréfa í fyrirtækinu um tæplega prósent á hlutabréfamarkaði í gær og endaði í 91,42 dollurum á hlut.

Rætur erfiðleika Bear Stearns á tímabilinu liggja í þeirri alþjóðlegu lánsfjárkreppu sem nú ríður yfir fjármálaheiminn og átti upptök sín í undirmálslánavandræðum vestanhafs. Bankinn var á meðal þeirra fyrstu sem tilkynntu um tap vegna undirmálslána í júlí, þegar tveir vogunarsjóðir hans hrundu.