*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 30. ágúst 2014 15:10

Becromal hagnast um 400 milljónir

Góður gangur hefur verið í aflþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Becromal á Íslandi hagnaðist um rúmar 2,6 milljónir evra eða rúmar 400 milljónir króna á síðasta fjárhagstímabili sem gildir frá apríl á síðasta ári til apríl í ár. Er það umtalsverð hækkun frá síðasta tímabili þar sem fyrirtækið tapaði rúmum 1,5 milljónum evra eða 231 milljón íslenskra króna.

Eigið fé fyrirtækisins nam um 9,5 milljónum evra eða tæplega 1,3 milljörðum íslenskra króna.

Fyrirtækið er í eigu ítölsku Becromal-samstæðunnar og nær utan um aflþynnuverksmiðju á Akureyri. Í yfirlýsingu stjórnar og forstjóra fyrirtækisins kemur fram að framleiðslunýting á síðasta ári hafi numið að meðaltali 89% samanborið við 75% árið á undan en að vænst sé þess að nýting á þessu ári verði um 95%. Meðalfjöldi starfsmanna á fjárhagstímabilinu var í kringum 113 manns.

Stikkorð: Becromal