Eftir að Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu (ESB) og víglínurnar hafa skerpst mætti ætla að Evrópuumræðan hefði loks hafist. Ekki síst þegar haft er í huga að Evrópusambandið ver umtalsverðum fjármunum til þess að fóstra þá umræðu að sagt er. Tölur um fréttir af Evrópusambandinu undanfarin ár bera það hins vegar alls ekki með sér.

Fjöldinn er mjög breytilegur milli vikna, eftir einstökum tilefnum, en það má alls ekki merkja neina hneigð um aukna umræðu. Er þetta enn eitt dæmið um sóun fjármuna hjá Evrópusambandinu?

Tölfræði fjölmiðla - Evrópufréttir
Tölfræði fjölmiðla - Evrópufréttir