Helstu markaðir heimsins bíða nú tíðinda morgundagsins þegar Ben Bernanke seðlabankastjóri tilkynnir vaxtaákvörðun bandaríska seðlabankans. Í Morgunkorni Glitnis segir að vaxtaákvörðun vestanhafs og sá rökstuðningur sem Bernanke kynnir í kjölfarið mun væntanlega hafa sterk áhrif á alþjóðlegt efnahagslíf á næstu vikum. Ísland er þar engin undantekning.

Aðeins tólf viðskiptadagar eru eftir á þessu ári og stutt í að hægt verði að gera upp viðskiptaárið á mörkuðum. Í morgunkorni Glitnis segir að lækkun undanfarinna vikna haf strokað út hækkun úrvalsvísitölunnar frá áramótum sem nam þegar mest var 42% í sumar og er úrvalsvísitalan nánast óbreytt frá áramótum.

Samkvæmt Morgunkorninu opnuðu markaðir í Evrópu rólega í morgun og landsvísitölur víðast hvar að sveiflast rétt í kringum núllið.