Beðið er eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins um það hvort Orkuveitu Reykjavíkur sé heimilt samkvæmt samkeppnislögum að kaupa hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja. Framhaldið ræðst af því.

„Ef Samkeppniseftirlitið kemst að þeirri niðurstöðu að við megum kaupa þann hlut, þá verður hann keyptur. Ef ekki, þá verður hann ekki keyptur," segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR.

Eins og kunnugt er ákvað Hafnarfjarðarbær að selja allt að 95% af hlut sínum í HS til OR. Hlutur Hafnarfjarðar í HS er nú um 15,4% og hlutur OR er um 16,5%