Viðskipti hafa verið stöðvuð með bréf Actavis síðan fyrir hádegi vegna boðaðrar fréttar frá Actavis. Um leið hefur félagið verið fært á athugunarlista. Vegna hreyfinga á verði hlutabréfa í Actavis Group hf. (?Actavis") í dag hefur félagið sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að það er hluti af reglulegri starfsemi Actavis að meta möguleika á kaupum og yfirtökum á öðrum félögum. "Í samræmi við þetta, staðfestir Actavis að það sé langt á veg komið í viðræðum við þriðja aðila um kaup á fyrirtæki. Óvíst er hvort þeim viðræðum lykti með samkomulagi."

Undir venjulegum kringumstæðum og ef verð bréfanna hefði ekki hreyfst með þeim hætti sem liggur fyrir, hefði ekki verið ástæða til að tilkynna um viðræðurnar á þessu stigi segir í tilkynningu þeirra.