Heimavellir hafa sent Kauphöll Íslands beiðni um að skráð hlutabréf í félaginu verði tekin úr viðskiptum á aðalmarkaði. Tilkynningin kemur í kjölfar samkomulags Heimavalla við tvo sjóði um endurkaup á útistandandi skuldabréfi Heimavalla.

Sjá einnig: Greiða Eaton Vance 30 milljónir

Kaupverðið verður greitt með nýju láni og eigið fé. Gert er ráð fyrir að viðskiptunum verði lokið fyrir 10. september næstkomandi en fyrsta greiðslan hefur nú þegar farið fram. Samkvæmt tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar munu viðskiptin ekki hafa áhrif á getu félagsins að standast fjárhagskvaðir annarra skuldbindinga.

Hlutabréf félagsins voru tekin til viðskipta á markaði í maí árið 2018.