Bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi nam um 9,4 milljörðum króna á árinu 2009, samkvæmt hagtölum seðlabankans. Bein fjárfesting erlendra aðila á árinu 2008 nam 80,7 milljörðum króna.

Bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi nam um 1.078,7 milljörðum króna í árslok 2009 samanborið við 1.110,1 milljarð króna í árslok 2008.

Bein fjárfesting Íslendinga erlendis nam 278 milljörðum króna á síðasta ári. Á árinu 2008 var bein fjárfesting Íslendinga erlendis neikvæð um 374 milljarða króna. Bein fjármunaeign innlendra aðila í útlöndum nam um 1.157,8 milljörðum króna í árslok 2009 samanborið við um 1.134 milljarða króna í árslok 2008.