Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands efna til opins umræðufundar um atvinnulífið og stefnu flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 2016 í dag, þriðjudaginn 18. október. Fundurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu kl. 15.-16.30. Tíu dagar eru til Alþingiskosninga en í dag verður leitað svara við nokkrum spurningum fyrir næsta kjörtímabil á 90 mínútum.

  • Hver er besta leiðin til að bæta lífskjör á Íslandi?
  • Hver á að borga kosningaloforðin?
  • Vilja flokkarnir hækka eða lækka skatta?
  • Hvernig er hægt að tryggja lága verðbólgu og lægri vexti á Íslandi?
  • Hvernig má auka kaupmátt fólks og tryggja gott starfsumhverfi fyrirtækja?

Fundurinn er sýndur í beinni útsendingu og er hægt að fylgjast með umræðunum hér .