Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan 16:15. Efni fundarins er ekki gefið upp en fastlega er búist við því að forsetinn muni greina frá afstöðu sinni til fjölmiðlafrumvarpsins víðfræga sem honum hefur nú borist til undirritunar.

Í Viðskiptaþættinum í dag verður rætt við Má Guðmundsson, aðalhagfræðing Seðlabankans, en Peningamál komu út í gær þar sem tilkynnt var meðal annars um hækkun á stýrivöxtum bankans. Einnig verður rætt við Jón Karl Ólafsson, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, en samtökin mótmæla harðlega ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að halda áfram vísindaveiðum á hvölum í sumar. Þá mun Jónas R. Sigfússon, framkvæmdastjóri Firmaskrár Íslands, segja frá því fyrir hvað fyrirtækið stendur, en það segist vera Rollsinn á íslenska markaðnum.