*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 8. maí 2018 14:23

Bein útsending frá FME

Beim útsending verður frá ársfundi Fjármálaeftirlitsins en þangað hafa forystumenn fyrirtækja undir eftirliti verið boðaðir.

Ritstjórn
Fjármálaeftirlitið er staðsett í turninum á Höfðatorgi en ársfundur stofnunarinnar fer fram í öðrum turni, það er 4. hæð á Grand hótel.
Haraldur Guðjónsson

Ársfundur Fjármálaeftirlitsins 2018 verður haldinn í dag 8. maí klukkan 15:00 í Háteigi á fjórðu hæð Grand Hótel Reykjavík. Fundinn ávarpa Ásta Þórarinsdóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins og Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun eru ýmsir samstarfsaðilar Fjármálaeftirlitsins boðaðir til fundarins. Það eru helstu stjórnendur fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, vátryggingafélaga og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni, auk annarra aðila sem heyra undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í vefútsendingu á vef Fjármálaeftirlitsins og verður upptaka aðgengileg að fundi loknum.