Hádegisfyrirlestur Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, og handhafa viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar verður í beinni útsendingu frá Háskólanum í Reykjavík (HR), sem hægt verður að sjá hér að neðan.

Fundurinn, sem er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Viðskiptablaðsins, fer fram í dag í stofu V102 í HR og mun standa frá klukkan 12 til 13. Fundurinn er opinn.

Gréta María mun í erindi sínu, sem ber yfirskriftina „Listin að mistakast“, fjalla um faglega og persónulega nálgun hennar á stjórnun, hvað það er sem hefur mótað hana sem leiðtoga og hver markmið hennar eru í framtíðinni.

Sjá nánar: