Nú kl. 8:30 hefst Sjávarútvegsdagurinn, sem er árlegur viðburður á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Í þetta skiptið er yfirskrift Sjávarútvegsdagsins Aldan stigin.

Á fundaskrá má finna Bjarna Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, Jónas Gest Jónasson, löggiltan endurskoðanda hjá Deloitte, Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra í Vesturbyggð, Bjarna Ármannsson, forstjóra Iceland Seafood International, og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS.

Beina útsendingu frá Sjávarútvegsdeginum má nálgast í spilaranum hér að neðan: