Kauphöll Íslands hefur samþykkt fram komna beiðni um afskráningu hlutabréfa Síldarvinnslunnar hf. af Aðallista Kauphallarinnar. Gjögur ehf., Kaldbakur hf., Samherji hf., Samvinnufélag útgerðarmanna og Snæfugl ehf. hafa eftir yfirtökutilboð eignast 90,2396% af heildarhlutafé félagsins. Félagið uppfyllir því ekki skilyrði skráningar um dreifingu hlutafjár.

Félagið verður afskráð eftir lokun viðskipta þriðjudaginn 12. október 2004 með vísan til liðar 7.5.2 í reglum fyrir útgefendur verðbréfa í Kauphöll Íslands hf.