Ársfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag á milli klukkan 13:00 og 15:15. Ársfundurinn ber heitið „Hvert liggur straumurinn“? Fundarstjóri er Ásta Dís Óladóttir, dósent við HÍ. Streymi af ársfundinum má finna hér að neðan.

Á fundinum verður meðal annars leitað svara við því hvort raunhæft sé að ætla að hægt verði að tvöfalda verðmæti útflutnings frá sjávarútvegi og fiskeldi á næstu tíu árum. Þá verða hvatningarverðlaun SFS afhent og styrkir afhentir úr Rannsóknasjóði síldarútvegsins.

Með erindi á ársfundinum verða:

 • Ólafur Marteinsson, stjórnarformaður SFS
 • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra
 • Dag Sletmo, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá DNB í Noregi
 • Klemens Hjartar, meðeigandi McKinsey & Co.
 • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS

Styrkja Úkraínu um eina milljón dala

SFS tilkynnti í dag að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu ákveðið að styrkja stjórnvöld í Úkraínu um eina milljón dala, jafnvirði um 130 milljóna króna.

„Með þessu vilja fyrirtæki í íslenskum sjávarútvegi leggja sitt af mörkum með von um að bundinn verði endir á hörmungar úkraínsku þjóðarinnar hið fyrsta. Haft verður samráð við íslensk stjórnvöld um ráðstöfun fjárins.“

Eftirfarandi fyrirtæki taka þátt í átakinu.

 • Brim, Reykjavík
 • Eskja, Eskifirði
 • G. Run. Grundarfirði
 • Gjögur, Grenivík
 • Hraðfrystihúsið Gunnvör, Hnífsdal
 • Iceland Seafood
 • Ísfélagið í Vestmannaeyjum
 • Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði
 • Oddi, Patreksfirði
 • Rammi, Siglufirði
 • Samherji, Akureyri
 • Síldarvinnslan í Neskaupstað
 • Skinney-Þinganes, Höfn í Hornafirði
 • Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
 • Vísir, Grindavík
 • Þorbjörn, Grindavík
 • Arctic Fish, Ísafirði