Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika munu sátu fyrir svörum á fjarfundi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir fyrri hluta árs 2020.

Peningastefnunefndin skal lögum samkvæmt gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og fjalla skal um skýrsluna í þeirri þingnefnd sem forseti Alþingis ákveður. Vegna faraldursins var fundurinn fjarfundur að þessu sinni.

Seðlabankinn gaf út hagspá í gær þar sem 7% samdrætti og 10% atvinnuleysi var spáð á þessu ár, en þá var stýrivöxtum haldið óbreyttum í 1%.

Fylgjast má með upptöku af fundinum í spilaranum hér að neðan: