Fulltrúar Bankasýslu ríkisins og lögfræðistofunnar Logos sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frá 10:30-12 til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Gestir fundarins verða Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, Óttar Pálsson, lögmaður hjá Logos, og Maren Albertsdóttir, lögmaður hjá Logos.

Bankasýslan er að mæta í annað sinn fyrir nefndina frá því skýrslan kom út.

Fylgjast má með fundinum í beinu streymi í spilaranum hér að neðan: