Fyrsti þingfundur ársins hefst klukkan 15 í dag en meðal umræðuefna er sérstök umræða um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun flytja munnlega skýrslu.

Alþingi hefur nú til skoðunar tillögu Bjarna um hvort ríkið eigi að selja allt að fjórðungshlut í Íslandsbanka í opnu útboði í vor og skrá bankann samhliða á markað. Íslenska ríkið á í dag bæði Íslandsbanka og Landsbankann.

Þá verður einnig óundirbúinn fyrirspurnatími sem og tekin fyrir beiðni Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingmanns Pírata, til ríkisendurskoðanda um úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar.

Hægt er að fylgjast með þingfundi í spilaranum hér að neðan: