*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Innlent 21. mars 2020 12:10

Stjórnvöld kynna efnahagsaðgerðir

Ríkisstjórnin kynnir efnahagaðgerðir til að bregðast við útbreiðslu kórónuveirunnar á blaðamannafundi klukkan eitt í dag.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson kynna efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Ríkisstjórnarinnar kynnir efnahagsaðgerðir til að bregðast við áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar á blaðamannafundi klukkan eitt í dag í Hörpu. Hægt er að fylgjast með fundinum hér fyrir neðan.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, munu kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Fundurinn hófst klukkan 13 en er nú lokið.

 

Á blaðamannafundi 10. mars tilkynntu stjórnvöld sjö aðgerðir sem fara ætti í til að mæta fyrirhuguðum samdrætti. Þar á meðal voru boðaðar innviðafjárfestingar, tímabundin frestun eða afnám ýmissa skatta og gjalda. Áður höfðu fyrirtæki og verktakar fengið heimild til að fresta helmingi staðgreiðslu og tryggingargjalds um mánuð á meðan stjórnvöld unnu að því að teikna upp frekari aðgerðaáætlun.

Síðan þá hafa verið lögð á ferðabönn víða um heim svo ferðamennska er nær alfarið farin í dvala og hundruð milljóna um heim allan dvelja heima á meðan það versta gengur yfir. Í gær afgreiddi Alþingi frumvarp um hlutabætur þar sem atvinnurekendur eru hvattir til að minnka frekar starfshlutfall starfsmanna en að segja upp starfsfólki. Gert er ráð fyrir að það kosti ríkissjóð 12 til 20 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í vikunni að búist væri við því að ríkissjóður yrði rekinn með yfir 100 milljarða króna halla á þessu ári. Í ræðustól á Alþingi sagði hann hættu væri á verulegum samdrætti í efnahagslífinu, jafnvel 6-8% á þessu ári.

Stikkorð: kórónuveiran COVID-19