Viðskiptaráð boðar til fundar klukkan 9 um umfangsmikil afskipti ríkisins í íslensku atvinnulífi og spyr hvort þau séu náttúrulögmál.Yfirskrift fundarins er: Er stórtækur atvinnurekstur hins opinbera náttúrulögmál?

Viðskiptaráð birti í morgun greiningu á málinu sem unnin er af framleiðnihópi Viðskiptaráðs og verður kynnt á fundinum.

Þá mun Elísa Arna Hilmarsdóttir, sérfræðingur í greiningum hjá Viðskiptaráði,  ræða málið við Árna Hauksson, fjárfesti, og Hrund Rudolfsdóttur, forstjóra Veritas, en Árni og Hrund eru bæði meðlimir framleiðnihóps ráðsins.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: