Hús­næðis- og Mann­virkja­stofnun kynnir nýtt fast­eigna­mat á opnum fundi klukkan 10:30. Á fundinum verður farið yfir vef­þróun, fram­boð fast­eigna og hús­næðis­þörf.

Í júlí í fyrra fluttust verk­efni fast­eigna­skrár til stofnunarinnar. Nú kynnir HMS í fyrsta skipti nýtt fast­eigna­mat sem unnið er hjá HMS.

Flutningur fast­eigna­skrár til HMS var liður í stefnu­mörkun stjórn­valda til að efla grunn­skrár og tryggja að á­vallt séu að­gengi­lega raun­tíma upp­lýsingar um stöðu hús­næðis­mála.

Hægt er að fylgjast með fundinum hér að neðan.

  • 10:30-10:35 Fundar­setning.
  • 10:35-10:50 Tryggvi Már Ingvars­son, fram­kvæmda­stjóri fast­eigna­sviðs HMS á Akur­eyri - Nýtt fast­eigna­mat fyrir 2024.
  • 10:50-11:05 Heiða Björg Hilmis­dóttir, for­maður Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga - Hús­næðis­þörf og staða sveitar­fé­laga.
  • 11:05-11:20 Lilja Björk Einars­dóttir, banka­stjóri Lands­bankans - Staða lán­tak­enda.
  • 11:20-11:30 Elmar Er­lends­son, fram­kvæmda­stjóri lána­sviðs HMS - Hús­næðis-upp­bygging og á­ætlanir um frekari upp­byggingu

    Fundar­stjóri: Brynja Þor­geirs­dóttir.