*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 16. september 2021 13:45

Beint: Ferða­þjónustu­dagurinn 2021

Forystufólk stjórnmálaflokkana verður spurt út í áherslur í málefnum ferðaþjónustunnar og hvernig viðspyrnu hennar verður háttað.

Ritstjórn
Formenn ríkisstjórnarflokkanna taka þátt í pallborðsumræðum á Ferðaþjónustudeginum 2021.
Haraldur Guðjónsson

Samtök ferðaþjónustunnar fá til sín forystufólk stjórnmálaflokkana á Ferðaþjónustudeginum 2021 sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag klukkan 14.00. Yfirskrift Ferðaþjónustudagsins er Viðspyrna í ferðaþjónustu – samtal við stjórnmálin.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, stýra pallborðsumræðum þar sem sjónum verður beint að viðspyrnu í ferðaþjónustu, áætlunum um árangur og leiðum að settu marki. Spurt verður um hvernig viðspyrnu í ferðaþjónustu verði háttað á komandi kjörtímabili? Hverjar eru áherslur stjórnmálaflokkanna þegar kemur að málefnum ferðaþjónustunnar?

 

Dagskrá fundarins:

Ávarp:
•    Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
 
Pallborðsumræður:
•    Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn
•    Björn Leví Gunnarsson, Píratar
•    Guðmundur Auðunsson, Sósíalistaflokkur Íslands
•    Katrín Jakobsdóttir, Vinstri græn
•    Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Samfylkingin
•    Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn
•    Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsókn
•    Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Viðreisn