Viðskiptahraðlinum Startup SuperNova, sem staðið hefur yfir síðustu tíu vikurnar, lýkur formlega með fjárfestadegi í Grósku hugmyndahúsi í dag. Sprotafyrirtækin tíu sem voru valin til þátttöku munu kynna hugmyndir sínar og í kjölfarið svara spurningum úr pallborði með Magnús Scheving athafnamann og Jenný Ruth Hrafnsdóttur, meðeiganda Crowberry Capital, sér við hlið.

Sjá einnig: Lokaspretturinn í Startup Supernova

Elsa Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, opnar viðburðinn. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, mun ávarpa samkomuna og Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og tæknistjóri hjá Controlant, verður með erindi.

Dagskrá verður eftirfarandi:

12:30: Húsið opnað

13:00: Dagskrá hefst - kynnir og opnun frá Icelandic Startups / Elsa Bjarna

13:10: Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra

13:15: Erlingur Brynjúlfsson, meðstofnandi og CTO hjá Controlant

13:30: Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins

14:20: 10 mínútna hlé

14:30: Kynningar frá 5 sprotafyrirtækjum Startup SuperNova viðskiptahraðalsins

15:30: Viðburði lýkur