Fjárhagsstaða og rekstur íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja verður rædd á fundi Ferðamálastofu þar sem niðurstöður nýrrar skýrslu verða kynntar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra opnar fundinn sem hefst kl. 11.

Á fundinum munu Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Benedikt K. Magnússon sviðstjóri ráðgjafasviðs KPMG kynna efni skýrslunnar.

Í skýrslunni er farið yfir rekstur ferðaþjónustunnar á árinu 2020 og efnahag í árslok 2020. Þá er á grundvelli spálíkana áætlað um afkomu ársins 2021 og hver staðan er nú um áramótin. Í henni eru skuldir fyrirtækja í atvinnugreininni metnar, bæði langtímaskuldir og skammtímaskuldir. Þá er skoðað hvert eigið fé félaganna er en það er forsenda viðspyrnu þeirra.

Sjá einnig: Ferðaþjónustan enn í rjúkandi báli