Ríkissáttasemjari boðaði í morgun til blaðamannafundar í Karphúsinu vegna kjaradeilu Eflingar og Samtaka Atvinnulífsins. Streymi af fundinum, sem hefst klukkan 11, má finna hér að neðan.

Efling hafnaði samningatilboði SA í byrjun mánaðarins og sleit viðræðum þann 10. janúar síðastliðinn. Samninganefnd Eflingar samþykkti á sunnudaginn verkfallsboðun sem tekur til starfsstöðva Íslandshótela á félagssvæði Eflingar. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna lýkur á mánudaginn.