Gífurlegar hækkanir á flutningskostnaði, hækkandi innkaupsverð vöru, seinkanir í alþjóðlegum flutningum og jafnvel vöruskortur blasa nú við fyrirtækjum í milliríkjaviðskiptum. Rætt verður um orsakir vandans, afleiðingar og hversu lengi hann mun vara á morgunfundi Félags atvinnurekenda, FA, sem ber yfirskriftina Sandur í gangverkinu . Beint streymi af fundinum, sem haldinn er á Icelandair Hotel Nature og stendur yfir kl. 08:30-10:00, má finna hér fyrir neðan.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, mun stýra fundinum. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri DB Schenker á Íslandi, Gunnar Már Sigfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, verða með erindi.

Í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem Ólafur mun ræða við Hrönn Margréti Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Feel Iceland, Ólaf Ó. Johnson, framkvæmdastjóra Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifingar, og Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóra SRX og Ormsson.

Dagskrá:

Flöskuhálsar og hækkanir í heimsflutningum - Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi

Flugfrakt í hæstu hæðum! - Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo

Eftirmálar heimsfaraldurs – hvenær mætast framboð og eftirspurn? - Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans

Í pallborði auk frummælenda:

  • Hrönn Margrét Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Feel Iceland og stjórnarmaður í Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu
  • Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifingar og stjórnarmaður í Íslensk-taílenska viðskiptaráðinu
  • Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri SRX og Ormsson