Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands mun gera grein fyrir yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í morgun. Þar kom meðal annars fram að kerfisáhætta hafi aukist vegna skuldavaxtar heimila og að nefndin hyggst skoða hvert hlutlaust sveiflujöfnunaraukans verði til framtíðar.

Sjá einnig: „Kerfisáhætta vex áfram“

Blaðamannafundur hefst kl. 09:30 þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, ræða um stöðu mála.

Fylgjast má með streymi af fundinum í spilaranum hér að neðan: