*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Erlent 20. júlí 2021 11:25

Beint: Geimskot Bezos

Útsending frá geimskoti Bezos hefst klukkan 11:30 og sjálft geimskotið verður klukkan 13:00.

Ritstjórn
Ásamt Jeff verða um borð Mark Bezos, Wally Funk og Oliver Daemen.
epa

Hægt verður að fylgjast með geimskoti billjónamæringsins Jeff Bezos í beinni frá klukkan 11:30 í dag. New York Times greina frá. 

Útsending hefst klukkan 11:30 og geimskotið sjálft verður klukkan 13:00.

Ásamt Jeff Bezos verður bróðir hans Mark um borð og Wally Funk, sem á sjöunda áratugnum var hafnað um að fá að fara út í geim af NASA vegna kynferðis. Fjórði og síðasti farþeginn er Oliver Daemen, hollenskur táningur sem lenti í öðru sæti í uppboði Bezos um að fara út í geim en fær að fara með þar sem sigurvegarinn þurfti að afboðaða sig.

Sjá einnig: Bezos í fyrsta farþegaflugi Blue Origin

Áhugamenn um geimferðir milljarðamæringa geta því tekið gleði sína á ný en í síðustu viku lét Richard Branson skjóta sér út í geim. Það virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Bezos og Blue Origin ef marka má tístið hér fyrir neðan. 

Fyrirtækið segir geimskot Branson ekki hafa farið út í geim þar sem það fór ekki yfir hina svokölluðu Kármánlínu sem er yfirleitt notuð til að skilgreina mörkin á milli gufuhvolfsins og geimsins. Branson fór í rúmlega 80 km hæð en geimflaug Bezos mun fara í um 100 km hæð og yfir Kármán línuna.

Til gamans má geta að Alþjóðlega geimstöðin er í 408 km hæð og gervihnattadiskar eru yfirleitt í 160 til 2.000 km hæð. 

Stikkorð: Blue Origin Bezos