Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun um að meginvextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentur og verða nú 2,0%.

Klukkan 9:30 hefst blaðamannafundur þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar, yfirlýsingunni og efni Peningamála.

Nefndin sagði í yfirlýsingu í morgun að verðbólguhorfur hefðu versnað nokkuð frá því í ágúst sem m.a. mætti rekja til þrálátari alþjóðlegra verðhækkana, hraðari viðsnúnings í innlendum efnahagsumsvifum og hækkunar launakostnaðar.

Fylgjast má með streymi af fundinum í spilaranum hér að neðan: