Haustráðstefna stjórnunarfélagsins Stjórnvísi fer fram á Grand Hótel í dag kl. 09:00-11:00. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Nýtt jafnvægi“ en til umfjöllunar verður meðal annars menntakerfið, verkefnamiðuð vinnurými og staða sprotafyrirtækja í ferðaþjónustunni. Beint streymi frá ráðstefnunni má finna hér að neðan.

Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs Strætó og stjórnarformaður Stjórnvísi, setur ráðstefnuna. Edda Blumenstein framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá Byko, verður ráðstefnustjóri og Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON í Hellisheiðavirkjun, stýrir pallborðsumræðum.

Dagskrá:

09:00: Sigríður Harðardóttir, stjórnarformaður Stjórnvísi, setur ráðstefnuna.

09:10: Nýtt jafnvægi í menntakerfinu, áskorun og ögrun - Fyrirlestur frá Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, forseta sálfræðideildar HR.

09:30 – Verkefnamiðað vinnurými: Úrlausnir, lærdómur, endurbætur og áskoranir - Pallborðsumræður með Hafsteini Bragasyni, mannauðsstjóra Íslandsbanka, og Baldri Gísla Jónssyni, mannauðsstjóra Landsbankans.

09:55: Innlegg um sköpunargleði og nýtt jafnvægi - Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi í HR.

10:10: Stafrænt Ísland, helstu áskoranir og hefur náðst nýtt jafnvægi? – Fyrirlestur frá Andra Heiðari Kristinssyni, framkvæmdastjóra Stafræns Íslands.

10:30: Sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni fóta sig eftir faraldurinn – Pallborðsumræður með Jessica Jane Kingan, eiganda og framkvæmdastjóra Rauða Hússins, Bakka Apartments & Hostel Eyrarbakka.