Græn iðnbylting á Íslandi er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 10. mars kl. 14:00-16:00 að viðstöddum þremur ráðherrum.

Ríki heims hafa sammælst um að draga úr losun kolefnis. Íslensk stjórnvöld hafa sett metnaðarfull markmið um kolefnishlutleysi og notkun jarðefnaeldsneytis. Á Iðnþingi að þessu sinni verður rætt um græna nýsköpun og fjárfestingu, græna framleiðslu, græna mannvirkjagerð, græna orku og græna framtíð.

Gestum er á ný eftir 2ja ára heimsfaraldur boðið að sitja í Silfurbergi í Hörpu en þinginu er streymt hér að neðan.

Dagskrá Iðnþings er eftirfarandi:

  • Ávörp
    • Árni Sigurjónsson, formaður SI
    • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
    • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Græn nýsköpun og fjárfesting
    • Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix
    • Guðmundur Þorbjörnsson, markaðsþróun Eflu
    • Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI
  • Græn framleiðsla
    • Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem
    • Hulda Hallgrímsdóttir, gæðastjóri Össurar
    • Margrét Gísladóttir, sérfræðingur hagsýslu- og samskiptasviðs MS
    • Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
  • Græn orkuskipti
    • Auður Nanna Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri Iðunn H2
    • Lárus M.K. Ólafsson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI
  • Græn orka
    • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
    • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Græn mannvirkjagerð
    • Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks
    • María Stefánsdóttir, umhverfissérfræðingur hjá Mannviti
    • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, teymisstjóri nýsköpunarteymis hjá HMS
    • Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
  • Græn framtíð
    • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
    • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Lokaorð
    • Árni Sigurjónsson, formaður SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Alls gáfu átta kost á sér til almennrar stjórnarsetu og var kosið um fimm sæti. Kosningaþátttaka var 83,06%, en Árni Sigurjónsson Marel, var kosinn formaður með 98,03% greiddra atkvæða. Þeir sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára eru:

  • Arna Arnardóttir, gullsmiður
  • Halldór Halldórsson, Íslenska kalkþörungarfélagið
  • Hjörtur Sigurðsson, VBS verkfræðistofa
  • Jónína Guðmundsdóttir, Coripharma
  • Vignir S. Halldórsson, húsasmíðameistari

Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:

  • Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari
  • Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál
  • Magnús Hilmar Helgason, Launafl
  • Sigurður R. Ragnarsson, ÍAV