Íslandsstofa heldur fund um markaðsverkefnið Ísland – saman í sókn í dag frá eitt til þrjú og hægt er að fylgjast með í spilaranum hér að neðan.

Á fundinum verður verkefnið kynnt, ásamt niðurstöðum nýrrar markaðsgreiningar Íslandsstofu. Seinni hlutinn fer fram í formi vinnustofu fyrir hagaðila þar sem farið verður yfir áherslur verkefnisins ásamt nýjum tækifærum og hindrunum Íslands sem áfangastaðar í breyttum heimi.

Meðal þeirra sem flytja erindi á fundinum eru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Lenny Stern hjá auglýsingastofunni M&C Saatchi sem vann nýverið í samstarfi við íslensku auglýsingastofuna Peel útboð á markaðsverkefninu Ísland - Saman í sókn.

Auglýsingaherferðin er fjármögnuð af íslenska ríkinu og hluti af efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19.  Markmiðið herferðarinnar er sagt að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu.

Dagskrá fundarinar er eftirfarandi:

  • Opnun fundar og fundarstjórn. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu
  • Ávarp ráðherra. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Breyttur heimur og nýjar þarfir ferðamanna. Lenny Stern, M&C Saatchi
  • Kynning á markaðsverkefni og niðurstöður nýrrar markaðsgreiningar Íslandsstofu. Daði Guðjónsson, fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu
  • Vinnustofa með hagaðilum Samstarf, áherslur, hindranir og tækifæri Íslands í breyttum heimi

Beint streymi frá fundinum: