Seðla­banki Ís­lands hefur boðað til blaða­manna­fundar í Safna­húsinu í Reykja­vík vegna yfir­lýsingu frá fjár­mála­stöðug­leika­nefnd. Hægt er að fylgjast með beinu streymi hér að neðan en fundurinn hefst 9:30

Nefndin ákvað á fundi sínum í gær að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreytt í 2,5%.

Í yfirlýsingu nefndarinnar í morgun segir að fjármálakerfið á Íslandi standi traustum fótum á sama tíma og peninga­legt að­hald hefur aukist. Eigin­fjár- og lausa­fjár­staða kerfis­lega mikil­vægra banka er sterk. Van­skil út­lána eru enn lítil og rekstrar­af­koma bankanna góð.

Ný­legar út­gáfur á er­lendum skulda­bréfa­mörkuðum hafa dregið úr endur­fjár­mögnunar­á­hættu þótt vaxta­kjörin hafi versnað að mati nefndarinnar sem telur jafn­framt við­náms­þrótt kerfisins vera góðan og hefur því á­kveðið að halda gildi sveiflu­jöfnunar­aukans ó­breyttum í 2,5%.

Þá er vanskil enn lítil en nefndin brýnir fyrir lánveitendum að gera ráðstafanir þar sem verðbólga og snörp hækkun vaxta gæti aukið vanskil á næstunni.