Leikjafyrirtækið Solid Clouds heldur kynningarfund vegna hlutafjárútboðs félagsins sem stendur yfir til klukkan á 16 á morgun en útboðið hófst í gær.

Félagið stefnir að því að sækja á bilinu 498-722 milljónir króna, sem fer eftir því hvort útboðið verður stækkað eða ekki. Nýja hlutaféð mun samsvara um 22%-32% hlut í fyrirtækinu. Horft verður til þess að skerða ekki tilboð undir 300 þúsund krónum.

Sjá einnig: Solid Clouds gefur út nýjan Starborne leik

Á heimasíðu Arion, sem er umsjónaaðili útboðsins, segir að einstaklingar með skattalega heimilisfesti á Íslandi sem taka þátt í útboðinu geta fengið lækkun á tekjuskatts- og/eða fjármagnstekjuskattsstofni sem nemur 75% af fjárfestri upphæð. Þetta gildir um fjárfestingar á bilinu 300.000 kr. til 15.000.000 kr. á árinu 2021. Viðkomandi þarf að eiga bréfin í 3 ár annars verður afsláttur bakfærður með 15% álagi á söluári bréfanna.