Seðlabankinn tilkynnti í morgun að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 1% . Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kom fram að hagvöxtur hefði líklega verið meiri á fyrri hluta ársins en búist var við. Hins vegar bentu hátíðnivísbendingar og kannanir til þess að hægt hafi á vexti eftirspurnar í lok sumars. Þá hefði útbreiðsla veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar.

Verðbólga stæði í 3,2% í lok þriðja ársfjórðungs sem er yfir markmið Seðlabankans. Hins vegar væri mikill slaki í hagkerfinu sem halda ætti aftur að verðbólgu að öðru óbreyttu.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, munu fara yfir ástæður vaxtaákvörðuninnar í vefútsendingu sem hefst klukkan 10.

Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér að neðan: