Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að stýrivextir bankans verði hækkaðir um 0,75% í 2,75% prósent. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að verðbólguhorfur hafi versnað og verðbólga verði yfir 5% fram eftir þessu ári en verðbólga stendur nú í 5,7%.

Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu peningastefnunefndar og efni Peningamála hefst klukkan 09:30 og er hægt að fylgjast með henni í spilaranum hér að neðan.

Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns peningastefnunefndar, Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu og staðgengils formanns nefndarinnar og Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings bankans og framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu.