Seðlabankinn mun kynna ákvörðun sína um að lækka stýrivexti úr 1% í 0,75% á fundi og sem hefst klukkan tíu í dag. Auk þess að efni ritsins Peningamál kynnt.

Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns peningastefnunefndar, Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra og staðgengils formanns peningastefnunefndar, og Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans og framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum hér að neðan.