Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að félagið hyggðist hækka stýrivexti um 1% úr 2,75% í 3,75%.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans og framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu munu kynna efni ritsins Peningamál og fara yfir ákvörðun nefndarinnar á fundi sem hefst klukkan 9:30.

Verðbólguhorfur hafa versnað til muna að undanförnu og mælist verðbólga nú 7,2% en peningastefnunefnd er ætlað að halda verðbólgu við 2,5%.