Seðlabankinn tilkynnti í morgun að stýrivextir hefðu verið lækkaðir um 0,5 prósentustig í 1,75%. Þá var sveiflujöfnunarauki á eigið fé fjármálafyrirtækja færður úr 2% í 0% og því afnuminn. Seðlabankinn er því að bregðast við auknum efnahagslegum áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar.

Vika er síðan Seðlabankinn flýtti fundi til að lækka stýrivexti, þá einnig um 0,5 prósentustig og lækkaði bindiskyldu á fjármálafyrirtæki.

Seðlabankinn boðaði til blaðamannafundar sem hófst klukkan 10 en er nú lokið. Þar var farið yfir ákvarðanir bankans. Á fundinum fóru Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu og Haukur Camillus Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs, yfir ákvörðunina og svöruðu spurningum.

Hægt er að sjá upptöku fundinum í spilaranum hér að neðan: