Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóra peningastefnu, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar á fundi sem hefst klukkan 9:30.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun um að hún hefði ákveðið að hækka stýrivexti um eina prósentu, úr 6,5% í 7,5%.

Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að verðbólguþrýstingur haldi áfram að aukast og verðhækkanir „ná til æ fleiri þátta“. Þá hafi hagvöxtur í fyrra verið mikill og „og vel umfram það sem þjóðarbúskapurinn getur staðið undir til lengdar“. Einnig minntist hún á að innlend eftirspurn hafi verið umfram spár og að töluverð spenna sé á vinnumarkaði.

„Við þessar aðstæður er mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, sérstaklega þegar litið er til mikillar spennu í þjóðarbúinu og komandi kjarasamninga.“