Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að stýrivextir yrðu óbreyttir í 0,75%. Á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 munu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, gera grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og ræða horfur í efnahagsmálum.

Í yfirlýsingu nefndarinnar kom fram að vísbendingar væru um að örla færi á efnahagsbata þó óvissan væri enn mikil. Samdráttur síðasta árs var minni en spáð var eða 6,6% en bankinn spáði 7,7% samdrætti. 4,1% verðbólga var í febrúar en Seðlabankinn telur líkur á að verðbólga fari að hjaðna í vor þó skammtímahorfur hafi versnað lítillega.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: