Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í dag að stýrivextir bankans yrðu hækkaðir úr 0,75% í 1%.

Á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 munu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar, yfirlýsingunni og efni Peningamála.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kom fram að verðbólga hafi reynst meiri og þrálátari en áður var spáð og mældist 4,6% í apríl. Verðbólguþrýstingur virðist almennur að meti nefndarinnar þar sem enda undirliggjandi verðbólga mælist svipuð og mæld verðbólga. Þar leggist á eitt áhrif gengislækkunar krónunnar í fyrra og miklar hækkanir launa og húsnæðisverðs. Því var talið nauðsynlegt að hækka vexti.

Fylgjast má með streymi af fundinum í spilaranum hér að neðan: