Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að stýrivextir yrðu óbreyttir í 0,75%. Á blaðamannafundi sem hefst klukkan 10 munu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar, yfirlýsingunni og efni ritsins Peningamál sem birt var í morgun.

Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að eftirspurn hafi verið meiri en búist var við og vaxi hraðar á þessu ári en í nóvemberspá bankans. Hins vegar séu innflutningshorfur lakari.

Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér að neðan: