Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndar að hækka stýrivexti á fundi sem hefst klukkan 9:30.

Nefndin ákvað að hækka stýrivexti um 1,25 prósentur, úr 7,5% í 8,75%, sem og að hækka fasta bindiskyldu innlánsstofnana úr 1% í 2%. Þá segir hún nauðsynlegt að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar.